Rómantískari held ég að ég geti varla orðið
en þessi texti er um elskuna mína.

Lagið er eftir Þorra og er mjög nýlegt og
hann spilar þarna bæði á gítar og mandólín.

Keli.



Bjargvættur.


Blæs á móti vindurinn og birtan móskuleg
baráttan var áður fyrr svo grá og hversdagsleg.
En þú ert skjól mitt fyrir vindinum sem veður stöðugt á,
ég vakna upp að morgni og stormurinn er frá.

Það dynja á mér élin, daginn út og inn
djöfulleg er hríðin sem lemur kalda kinn.
En þú bjargar mér úr bylnum oft fyrirvaralaust
og brosir svo að morgni og framtíðin er traust.

Fljótin stundum vaxa og fellur óvænt að,
ég fóta missi í straumnum og svamla sitt á hvað.
En þú dregur mig að landi úr djúpum villuhyl
og í dagsljósi að morgni er gott að vera til.

til baka