1968:
Varð Butterfly, mitt fyrsta lag til. En þó var lítið stef sem ég var búinn að gleyma til á undan, við skulum kalla það Lirfan. |
|
1971-2:
Kom pósturinn frá, Guði með lagið Since I found you. Ef þú lokar augunum og hlustar á 5/4 kaflan, þá getur þú séð lítinn strák hlaupandi með hamar um allt hús að reka allt þetta folk í burtu. |
|
1974:
Pelican Theme 1. Lítið lag sem var á fyrstu Pelican plötunni. Stutt sem betur fer, því það er erfitt að halda út löng lög án þess að fara útaf. Það er engin vél sem spilar á þessari plötu, þannig að það er ekkert hægt að svindla. |
|
1975:
Recall to reality. Var á seinni Pelican plötunni. Sumir sjá myndir í þessum lögum, mér finnst ágætt að setja þetta á, og vera "steinsofandi" á augabragði. |
Recall to reality mp3 |
1975:
Fall of a fortress. Einnig á Pelican þeirri síðari., Hann leikur undurfagurt á fiðluna hann Hjörleifur í þessu lagi, og ekki bara í þessu lagi. |
|
1975:
Pelican Theme 2. Jón "Klettur" Ólafsson leikur á bassa í flestum lögum. Hann nálgaðist verkefnið með jarðbundnum hætti eins og klettur. |
Pelican Theme 2 mp3 |
1976:
Ambrosia. Af fyrstu af þrem solo plötum. Píanólag sem ég kallaði þessu nafni. Man ekki hvers vegna þetta nafn. Hjörleifur Valsson í aðalhlutverki á fiðluna. |
|
1976:
Doll in a dream. Sama plata. Alfreð Flóki gerði umsagið,flott mynd af draumkendri konu. Hérna instumental eins og öll lögin á plötunni.Þarna erum við björgvin píanóleikari og björgvin gítarleikari að spila með Jonna í Zoo. |
|
1980:
Prinsessan. Þetta lag varð til niðri í Mississippi eins og mörg önnur lög.En þar kom ég fram sem pianoleikari á Bar sem var eiginlega frekar veitingastaður. Spilaði eingöngu eigin tónsmíðar, "í nokkur kvöld" .Sólóplata númmer tvö. Glettur. |
|
1986:
Á fálkaslóð1. Á fálkaslóð, var barna glæpamynd fyrir sjónvarp. Stefið fléttað úr mörgum senum. Loka augum ímynda sér eitthvað. Afsakið píanófeil rétt fyrir byrjun síðasta kafla. Dúr og moll saman? á að vera svona. Hann Keli í Görðum sagði það. En hann á Stúdíóið sem þetta er tekið uppá. |
Á fálkaslóð1 mp3 |
1986:
Á fálkaslóð 2. Valdimar Leifsson gerði þessa þáttaröð. Sítarinn Indverski í aðalhlutverki svona í byrjun, En ég hef eiginlega verið eini sítareigandinn á Íslandi, og ef vantar að opna veitingastað eða búð, eða leitað er austurlenskra áhrifa í auglýsingu, þá er kallað í mig. Sítareigandi númmer eitt. |
|
1990g eitthvað:
Hlustað á þögnina. Við björgvin & björgvin einir. Ég sé dal, ég sé og lítinn fugl. Langt inn í dalnum. |
|