Hér getur þú ágæti vinur náð þér í MP3 útgáfu af þessari plötu sem ég kalla björgvin gíslason bio. Þetta getur þú gert, þér að kostnaðarlausu. Hún er algerlega ÓKEYPIS. Gjöf mín til þín í tilefni af þessum merku tímamótum hjá mér. Ég vara þig við að hér er ekki nein brjáluð gítarsóló eða hamagangur, þetta er bara mjööööög róleg píanóplata sem auðvelt er að sofna við.


1968: 
Varð Butterfly, mitt fyrsta lag til. En þó var lítið stef sem ég var búinn að gleyma til á undan,
við skulum kalla það Lirfan.
Lirfan mp3

Butterfly mp3

1971-2: 
Kom pósturinn frá, Guði með lagið Since I found you. Ef þú lokar augunum og hlustar á 5/4 kaflan, þá getur þú séð lítinn strák hlaupandi með hamar um allt hús að reka allt þetta folk í burtu.
Since I found you mp3
1974: 
Pelican Theme 1. Lítið lag sem var á fyrstu  Pelican plötunni. Stutt sem betur fer, því það er erfitt að halda út löng lög án þess að fara útaf. Það er engin vél sem spilar á þessari plötu, þannig að það er ekkert hægt að svindla.
Pelican Theme 1 mp3
1975:
Recall to reality. Var á seinni Pelican plötunni. Sumir sjá myndir í þessum lögum, mér finnst ágætt að setja þetta á, og vera "steinsofandi" á augabragði.

Recall to reality mp3
1975: 
Fall of a fortress. Einnig á Pelican þeirri síðari., Hann leikur undurfagurt á fiðluna hann Hjörleifur í þessu lagi, og ekki bara í þessu lagi.
Fall of a fortress mp3
1975: 
Pelican Theme 2. Jón "Klettur" Ólafsson leikur á bassa í flestum lögum. Hann nálgaðist verkefnið með jarðbundnum hætti eins og klettur.

Pelican Theme 2 mp3
1976: 
Ambrosia. Af fyrstu af þrem solo plötum. Píanólag sem ég kallaði þessu nafni. Man ekki hvers vegna þetta nafn. Hjörleifur Valsson í aðalhlutverki á fiðluna.
Ambrosia mp3
1976: 
Doll in a dream. Sama plata. Alfreð Flóki gerði umsagið,flott mynd af draumkendri konu. Hérna instumental eins og öll lögin á plötunni.Þarna erum við björgvin píanóleikari og björgvin gítarleikari að spila með Jonna í Zoo.
Doll in a dream mp3
1980:
Prinsessan. Þetta lag varð til niðri í Mississippi eins og mörg önnur lög.En þar kom ég fram sem pianoleikari á Bar sem var eiginlega frekar
veitingastaður. Spilaði eingöngu eigin tónsmíðar, 
"í nokkur kvöld" .Sólóplata númmer tvö. Glettur.
Prinsessan mp3
1986: 
Á fálkaslóð1. Á fálkaslóð, var barna glæpamynd fyrir  sjónvarp. Stefið fléttað úr mörgum senum. Loka augum ímynda sér eitthvað. Afsakið píanófeil rétt fyrir byrjun síðasta kafla. Dúr og moll saman? á að vera svona. Hann Keli í Görðum sagði það. 
En hann á Stúdíóið sem þetta er tekið uppá.

Á fálkaslóð1 mp3
1986: 
Á fálkaslóð 2. Valdimar Leifsson gerði þessa þáttaröð. Sítarinn Indverski í aðalhlutverki svona í byrjun, En ég hef eiginlega verið eini sítareigandinn á Íslandi, og ef vantar að opna veitingastað eða búð, eða leitað er austurlenskra áhrifa í auglýsingu, þá er kallað í mig. Sítareigandi númmer eitt.
Á fálkaslóð 2 mp3
1990g eitthvað: 
Hlustað á þögnina. Við björgvin & björgvin einir. Ég sé dal, ég sé og lítinn fugl. Langt inn í dalnum.
Hlustað á þögnina mp3


Ekki hefði ég getað þetta, án aðstoðar. Keli í Görðum lánaði upptökutól. Hjörleifur Valsson lánaði fiðlusnilld sína. Jón Snorrason spilaði á Franskt horn í Prinsessunni, og Jón Ólafsson bassaleikari spilaði eins og klettur ofaná herlegheitin.

Bestu þakkir snillingar.

Lögunum er raðað eftir aldri, þ.e.a.s. elsta lagið er fyrst.

Lirfan þar sem hún kemur á undan fiðrildinu(Butterfly). Since I found you byrjar á upptöku frá miðilsfundi sem Beggi frændi hljóðritaði 1954. Síðan kemur Pelican theme 1 af Uppteknir. Næstu þrjú lög eru af seinni Pelican plötunni. Recall to reality, Pelican theme 2,og Fall of a fortress. Ambrosia og Doll in a dream eru af fyrstu sólóplötu minni. Prinsessan og betlarinn var á Glettum. Síðan koma tvö lög úr sjónvarpsbarnaglæpamynd sem ég gerði tónlist við. Lögin kalla ég, Á fálkaslóð 1&2.

Síðast er lag sem ég kalla, Hlustað á þögnina, en það minnir mig á að þakka Diddu fyrir uppeldið.

Án hennar og strákanna minna, væri ég fátækur maður.

Til baka