Þessi texti byggir lauslega á æfi Bjarna Finnbogasonar bruggara
frá Búðum hvar núna er stóreflis hótel og hafa margir fengið þar
slæmsku í maga vegna drykkju sinnar.
En þessi merkilegi kvistur bjó seinasta hluta æfi sinnar á koti við
Búðir sem Ósakot heitir og varð landsfrægur fyrir bruggstarfsemi sína
á bannárunum.

Þorri samdi lagið sem er trúlega um 8 ára gamalt og var alltaf spilað
í mun rólegri útgáfu fyrstu árin og þá með banjó undirleik.

Keli.



Bruggarinn

Norðanrokið er nístandi kalt
nepjulegt á kotinu ósa.
Bruggarinn sauð hér og sullið var falt,
seint myndu yfirvöld hrósa.

Bruggarinn sauð hér sveittur í mökk,
sárhvalinn orðinn í maga.
Fortíðin gráleit og framtíðin dökk,
fátt myndi lífga upp hans daga.

Fortíðin grá mister finnbogason,
fórstu ekki utan til mennta?
Vínið þig lagði og lak þá burt von
um lánsfé í krumluna glennta.

Vínið þig lagði og lesta fullt skip
laumaðist með upp á klakann.
Bindindis lögin, það bölvaða hrip,
buðu uppá vínstandard slakan.

En bindindis lög eru bruggaravæn,
ef bruggað er afskegt og leynt.
Erfitt var hokrið, afkoman slæm
og aldrei varð mannorðið hreint.

Erfitt er hokrið, umdeilt var starf,
öll er nú bruggarans saga.
Hann dó yfir glasi, gaf lítinn arf,
greindist með ónítann maga.

til baka