Pipar hnýsa með balsamic sveiflu

 

Skerið hnýsukjötið í hæfilega
bita, einn á mann u.þ.b. 5 cm þykka og kryddið vel að utan með svörtum pipar.

 

Snarphitið pönnu með olíu.

Steikið bitana í um 2 mínútur á hvorri hlið og þegar seinni hliðin er steikt dassið balsmic ediki yfir og þá mun brenna inn keimur.

 

Að lokum er skutlað öðru dassi af sojasósu yfir herlegheitin.

 

Meðlæti gæti verið bökuð kartafla og grænmeti ásamt rjómalagaðri sósu.