Hvalur í bjórsósu

Takið bita af hvalkjöti og skerið í fingurþykkar sneiðar og leggið í sæta sojasósu og bætið vel út í af svörtum pipar.

Látið liggja í að lámarki 2 klukkutíma.

Steikið hvalkjötið í mínutu á fyrri hlið, hálfa mínútu á þeirri seinni á snarpheitri pönnu og gætið þess að á lengri tíma brennur marineringin og gefur vondann keim.

Við lok steikingar hellið út á pönnuna dökkum Erdinger hveitibjór.
Bjórinn mun freyða mikið og falla svo hratt og rétturinn er tíbúinn.

Með þessu kemur hefðbundið steikarmeðlæti eftir sérvisku hvers og eins.