Kjötsúpa hinna kampakátu

Innihald:

Súpukjöt
Rófur
Gulrætur
Hvítkál
Lífrænt Bankabygg
Salt
Svartur pipar.

Snyrtið súpukjötið til og saltið dálítið.
Setjið upp vatn og saltið í.

Þegar suða kemur upp þá skal í kjötið og bankabyggið.

Saxið grænmetið í hæfilega bita og bætið í þegar kjötið hefur soðið í 30 mín.

Piprið hressilega.

Þegar grænmetið er gegnumsoðið er súpan tilbúin.