Mjög Gamall texti sem ég samdi á upphafsárum Hundslappadrífu
og var á þeim tíma að reyna að semja sagnakvæði og
drykkjuvísu í einum og sama textanum.

Jökull samdi lagið svo eitthvað í kringum 1994-5
ef ég man rétt og er það sérstaktað því leiti að
það hækkar í hverju erindi uns söngvarinn er
næstum sprunginn en þá byrjar að lækka aftur.

Keli.



Ljótir kallar.

Á unga aldri á Aplílnótt kaldri
Ást minni faldri ég opnaði þér.

Kór:
Yfir glasi á kránni gylltri úr ánni,
gömlu þránni ég drekki í hel.

Áril liðu, áhyggjur biðu,
uppá þig skriðu allt aðrir menn.

Kór:
Yfir glasi á kránni gylltri úr ánni,
gömlu þránni ég drekki í hel.

Í Borginn stóru á bísanum vóru
sem bölvaðir fóru og hössluðu þig.

Kór:
Yfir glasi á kránni gylltri úr ánni,
gömlu þránni ég drekki í hel.

Með dópið hjá þér, hálfvitana á þér
ég hrökklaðist frá þér og þvældist minn veg.

Kór:
Yfir glasi á kránni gylltri úr ánni,
gömlu þránni ég drekki í hel.

Þú dóst um jólin því djöfulsins fólin
drógu af þér kjólin í kulda og byl

Kór:
Yfir glasi á kránni gylltri úr ánni,
gömlu þránni ég drekki í hel.

Nú allt er búið, æskunni rúið
ekki fæst flúið mitt örlaga stríð

til baka