Árið 1996 fór Jökull til danaveldis í nám og kom þaðan
sprenglærður með þetta lag í farteskinu en það mun
upprunið úr hópi veðurbarðra útivistarmanna
sem gegna nafninu hreystimannafélagið

um lagið er svo það að segja að ég held að þarna sé á
ferðinni hinn eini sanni rútubílasöngur

Keli.



Súld

Úti er úldin súld
fólkið hýmir í höm
eins og hanar, hanar á heljar
hanar á heljarþröm.

Er það nema von þótt Ari þari, fari á spánska bari.

Sandur er úti um allt land
Blandaður steinum í bland,
en klettar detta í hafið og skvetta
á Gretti og slökkva hans eld.

Er það nema von þó rykið fjúki í kokið á Loka í roki.

Úti er vosbúð og regn
fólkið blotnar í gegn
að teyga í tjaldi með tappann í haldi
og drekka ins verður um megn.

Er það nema von þótt raki og klaki braki að fjallana baki.

Úti er draugur og dys
Drumbarnir farast á mis
en foglin er margur sá mannskaða vargur
hann argar og gargar í sí.

Er það nema von þótt kafbátahunda langi í lóu og lunda.

Úti er á veðrunum von
vaktar þau Sveinn Ólafsson.
Það þornar, það rignir, það hvessir, það lygnir
og sygnir sig högni við horn.

Er það nema von þótt vitaverðir verði að vera á verði.

Djúpt snertir hjartastað vorn
Menningin mögnuð og forn
til fannhvítra fjalla, frá hreysum til halla
er fegurð sem talandi er um.

Er það nema von þótt munkar muldri ómae pad me hum.

til baka