Saga þessa stórmerkilega lags er ákaflega merkileg og ekki kann
ég hana alla en þannig var að þegar Jökull var við nám í danaveldi
spilaði hann þetta lag mikið með góðum manni sem við svo töldum
vera höfundur af þessari snilld.

Það kom svo upp úr dúrnum þegar
vinnsla plötunnar var á lokasprettinum að svo var alls ekki,
en hinn meinti höfundur hafði heyrt sönginn á bekkjarskemmtun
á mentskólaárum sínum, lagt hann á minnið og spilað oft við
miklar vinsældir.

Það var ekki þrautalaust eins og gefur að skilja að finna hinn rétta höfund en það hafðist fyrir rest og heitir sá góði maður Ásgeir Erlingsson og er hann að mínu viti snillingur og ekkert annað.

Lag og texti lýsa svo ótrúlaga vel í einfaldleika sínum vanda hins sanna Íslendings, bæði raunverulegum og huglægum.

Keli.



Svangur

Svangur er ég hrjáður og kalinn á eyrunum
því vindurinn næðir úti.
Týndi hettunni, klakadrönglar í hárinu.
Svo kom ég inn og drakk svo kalda mjólk að ég er að drepast úr kulda.

til baka