Stormur í Aðsigi     Eldarnir,  Textar


   Franskir draugar

Úr suðri saltann vind
Sendi dauðans hönd.
Brimið braut vor skip.
Á blautri Íslandsströnd
Á blautri kaldri Íslandsströnd

Í fjöru liggja lík.
Ljótt er dáið hold.
Grunn er okkar gröf.
Í gulri Íslandsfold
Í gulri kaldri Íslandsfold

Fjarri er feðra borg.
Þar fögur eru lönd.
Finnum ekki frið,
Á fjandans Íslandsströnd
Á fjandans  kaldri Íslandsströnd

Andinn eigrar enn.
Engin halda bönd.
Liggja örlög ljót.
Á lágri Íslandsströnd
Á lágri kaldri Íslandsströnd

        Vikivaki

Fulla tunglið fer um lönd
Kór:Forn er stiginn dansinn
Flökta töfrar niðrá strönd
Fjöllin vakna og Freyju prýðir kransinn

Í myrkri djúpu mótast hold
Kór:Forn er stiginn dansinn
Maður rís úr móður fold
Fjöllin vakna og Freyju prýðir kransinn

Máttur gefur lífi ljós
Kór:Forn er stiginn dansinn
Móti birtu dafnar rós
Fjöllin vakna og Freyju prýðir kransinn

Línur skýrar lágt við sól
Kór:Forn er stiginn dansinn
Leiðir vísa á heilagt skjól
Fjöllin vakna og Freyju prýðir kransinn

Ólgar haun og eldur gýs
Kór:Forn er stiginn dansinn
Úr ösku þeirri upphaf rís
Fjöllin vakna og Freyju prýðir kransinn

Fulla tunglið fer um ský
Kór:Forn er stiginn dansinn
Fyllir húmið töfra á ný
Fjöllin vakna og Freyju prýðir kransinn

                    Flóttinn

Það ringdi á bestu dagana og rautt var þetta haust
Mig rámaði í tíðina sem litar fast og laust.
Það var helvíti í stofunni, og hitt var klént og þurrt
ég hallaðist að fáknum og dólaði burt.

Ég leit ekki til baka, það láku öll min sár,
langaði ekki að vita hvað gráturinn var hár.
Einmanna á veginum eitt ræfilsgrey og hjól,
engum bauð ég góðan dag og norðanáttin kól.

Þannig hef ég lifað, þrætt hvern nýjann stað
þagað yfir skömminni og laumast sitt á hvað.
Ég elska bara hjólið sem að hjarta fær ei bært
hjó á allt sem sálu mína rifið gat og sært.

Ferðin mín hún styttist, það fjarar bráðum út
frelsi mitt er blindgata og volgur bjór af stút.
Fjöll og ótal vegir, þar finn ég enga ró
ég flúði eigin syndir, en tilvera mín dó.

              Gammarnir

Gammarnir fljúga gráir á vanga,
Glyrnurnar mæla annes og tanga.
Bráðin verður betri hrakin.
Langar að taka langar að stela,
Leita upp þá sem gullin sin fela.
Í blóðinu verður bölvunin vakin.

Þeir berja okkur niður, brjóta okkur smátt
Blíðuhót kverfa, fallið hátt
Fjandinn glottir flissar látt
Feigðasporið stigið dátt.

Gammarnir sveima, gráðugir leita.
Glíma við þá sem andspirnu veita.
Bráðin þeim verður betri hrakin.
Langar að bíta langar að rífa.
Leita upp þá sem sárunum hlífa,
Í blóðinu verður bölvunun vakin.

Þeir berja okkur niður, brjóta okkur smátt
Blíðuhót kverfa, fallið hátt
Fjandinn glottir flissar látt
Feigðasporið stigið dátt.

  Svartur Sandur

Ég er svartur sandur
Sjórinn brýtur á.
Yfirborðið auðn og fok
Engin finnast strá.
Ekkert fæðir örsmá fræ
Sem aðeins lífið þrá.

Ég er svartur sandur
Við salta ægisströnd.
Margann hefur brotið bát
Brimsins kalda hönd.
Enginn ferðast óttalaus
Upp við þokulönd.

Ég er svartur sandur
Sjá má gulnuð bein.
Mæddir tíndust menn og dýr
Meðan stormur hvein.
Engin miskun, ekkert skjól
Átti handa þeim.

Ég er svartur sandur
Sem að aldrei fer.
Þeir segja drauga við dauðamannsströnd
Og digrann tröllaher.
Enginn maður á þann draum
Eiga ból sitt hér.

Ég er svartur sandur
Sem að enginn ann.
Finnast hvorki fugl né blóm
Sem færa öðru sann.
Dragast, fykja, drepa allt
Drottna það ég kann.
            Selkonan

Þar sem stórskorinn fjöllin hrikaleg, há,
hafið það lemur í kletta.
Í drunga á miðnætti er dagsbirtan smá
og draugar úr klaufunum sletta.

Um  miðaftan kemur selur af sjó
Syndir í briminu græna.
Í hálfskini mánans haminn af dró
Og huldi við sandsteininn væna.
                                                              
Ég horfði í fjöruna af hallandi slóð
Á himnerska fegurð í sandi.
Þar var kona úr djúpi með kraumandi blóð
sem kannaði spor sín á landi.

Ég hljóp niðrí fjöru og hugsaði kalt,
haminn ég tók burt og faldi.
Stal þarna hlut sem öðrum var allt,
örlögum breitti með valdi.
                                                                  
Er ég fann hana lá hún í fjörunni og grét
Faðminn ég bauð henni og sagði:
“Ég veit þú átt bátt og vermdað þig get”
og varlega í rúm mitt svo lagði.

Með árunum varð hún svo yndi mitt allt
Sem elskaði bjargvættinn fláa.
Ég sting fékk hjarta þá stillt var og kallt,                 
er starð´ún á hafflötinn bláa.

Loks kom sú tíð að ég lifað ei fékk
með lygi og svikráðum köldum.
Með hatur í augum með haminn ´ún gekk,
hljóp svo að brimsöltum öldum.
                                                                  
Þar sem stórskorinn fjöllin hrikaleg, há,
og hafið það lemur í steina.
Þar einmanna sit ég og eyngist af þrá,
og örin á sálinni kveina.

Um  miðaftan kemur selur af sjó
Syndir úr öldunnar kafi.
Hún lítur og horfir á land hvar hún bjó,
og látt heyrist grátið af hafi.            

              SVARTNÆTTIÐ

Það er hálftómt glas af hundvondum sopa
Sem hallast að vörunum enn.
Ég hef tímanum eitt yfir drepandi dropa,
Sem deyfa mun þokuna senn.

Það er myrkur og rigning og myrkur og hagl
og mótbyr og óveðursský.
Mig langar að handleika hölgdir og tagl
En hyldýpið kremur á ný

Viðlag
Ég horfi á spegils helgu synd
Herta í dökku grjóti
Og hata þessa hryggðarmynd
Sem horfir kallt á móti.

Svo mætir einhver sem man hvað ég var
og meinar að allt verði gott.
Ég horfi á gestinn, hugsasa mitt svar:
Hunskastu rakleitt á brott!

Viðlag
Ég horfi á spegils helgu synd
Herta í dökku grjóti
Og hata þessa hryggðarmynd
Sem horfir kallt á móti.

Það er hálftómt glas af hundvondum sopa
Sem hríðina og myrkrið mun slá.
Ég hef tímanum eitt yfir drepandi dropa,
Sem deyfa mun –nú- bæði og –þá-.

       Búsáhaldabyltingin.

Heitir brenna eldarnir en haustið verður kalt,
Hríðin lemur andlitin og fórnir út um allt.
Mirkrið hylur stíginn, mold af jörðu tínd
Mikil er vor ráðvillan, hvergi er leiðin sýnd.

Rauðir brenna eldarnir og rústir verða senn.
Rífur stormur himininn, hræddir flestir menn.
Litir allir dökkir, það líður ekki frá,
Leitum uppi nornirnar sem konu þessu á.

Grimmir brenna eldarnir og gleimt er okkar skjól,
Gráturinn er daglegur, tínd vor hlýja sól.
Öskra brostnar raddir sem engu gera skil,
Orkan kyndir reiðina -en svarið ekki til.

Lúmskir brenna eldarnir svo langt sem verður séð,
Leiðin er til helvítis og spámennirnir með.
Það drundi hérna áður, dansað var hét tryllt,
Drukkið allt úr glösunum og verður ekki fyllt.

Ljótir brenna eldarnir og leggur af þeim daun,
Lífsbaráttan tilvonandi verður mörgum raun.
Lýgin varðar slóðann og líkin skríða heim,
Ljótann orm af gullinu við eigum handa þeim.

    Öll mín stríð

Engu skila öll mín stríð.
Illa sárin gróin
Ónot fæ ég alla tíð
Og eggjagrjót í skóinn.

Klofa mun ég hverja þraut
Keikur mun ég standa
Ætla að salta eiginn graut
Annara sjóðum granda

Táknin kverfa, tætast og verða ei meir
Troðnar rósi,r síðasta hálmstráið deyr
Koma tímar koma ráð,
Kannski ekki alveg -alveg í bráð

Ber að hræðast allt sem er
Óvinurinn forni
Margir tína sjálfum sér
Og selja hitt að morgni

Táknin kverfa, tætast og verða ei meir
Troðnar rósir síðasta hálmstráið deyr
Koma tímar koma ráð,
Kannski ekki alveg -alveg í bráð

Ekki er lífið sleikt og slétt
Slitnar oftast rótin.
Að himnaríki hönd er rétt
Með helvíti um fótinn.

    Fjas.

Þetta áttu nú að heyra!!






   Aukalag.

Textinn þarna er hvergi til nema
í höfði söngvarans.