Það er soldið sannleikskorn í þessum texta og er fyrirmyndin
ýtukall af gamla skólanum sem ég vann með einu sinni
og hann sagði gjarna þegar við vorum annaðhvort of þreittir eða of fullir.
"Það er nógur tími til að sofa þegar maður er dauður".

Þorri samdi lagið sem er í eldri kantinum og
hefur fylgt okkur nokkuð lengi.

Keli.



Ýtuskeggur

Ýtuskeggur er hans nafn
útitekinn gamall hrafn.
Beltin berja klaka,
Beltin berja klaka.
Raunir ýmsar ungur leit,
át þá járn og keðjum skeit,
Og ætlar víst að vaka
Og ætlar víst að vaka

Katan gamla klöngrast um,
og karlinn hrærir stöngunum.
Bröltir svo til baka,
Bröltir svo til baka.
Ölkær nokkuð er hans sál,
eitthvað virðist kall við skál,
Og ætlar víst að vaka,
Og ætlar víst að vaka.

Gervitönnum glottir breitt,
og grettir sig svo lítið eitt.
Nú tappann úr skal taka,
nú tappann úr skal taka.
Í 30 ár hefur þreyttur ýtt,
þvælst um landið bratt og grýtt.
Og ætlar víst að vaka,
Og ætlar víst að vaka.

Frúin löngu flúin burt,
flutti suður var um kjurt.
Borgar seint til baka,
Borgar seint til baka.
Enn er talað um ýtur og möl
og uppkomnar dætur og þjóðarböl.
Og ætlar víst að vaka,
Og ætlar víst að vaka.

Orðin gleymast aldrei mér,
einatt vældi þetta hér:
Eftir skaltu taka,
eftir skaltu taka.
Hvíld mína fæ ég kistu í.
Kvíði ekki rassgat fyrir því,
Og áfram vil ég vaka,
og áfram vil ég vaka.

til baka