Bítlafæðis
Borgari 21. Aldar. Kartöflur. Veljið stórar kartöflur (helst Íslenskar) og skerið niður í hæfilega báta. Veltið í góðri olíu og kryddið með salti og pipar eða öðru kryddi eftir smekk. Skellið á plötu og bakið í ofni við 200 gráður. Blandið koktelsósu úr majónesi og tómatsósu, hlutföll eftir smekk. Borgarinn. Veljið gott nautahakk og hnoðið í hæfilega buffköku með höndunum með mikilli alúð og steikið þannig að innan verði liturinn bleikur. Kryddið með salti og pipar Velgið brauðið lítillega. Sinnep og tómatsósa fer á brauðið. Annað á, með og ofanálegg fer eftir smekk. |