Fangakássa hins hugfangna. Steikið hakkið fyrst á pönnu eða hafið pottinn snarpheitann. Þegar hakkið hefur fengið á sig dökkan blæ þá setist í pott og bætið útí tómatpúrru, svörtum og hvítum pipar, sterku sinnepi, chilli, karrí og hvítlauksolíu. Látið malla. Svissið á pönnu sveppi, papriku og annað tilfallandi grænmeti og bætið í. Látð vaða í kássuna bakaðar baunir í um það bil fimmtungshlutfalli, fer þó eftir smekk. Hverskyns ostur velkominn í kássuna. Skerið beikon í bita og bætið í. Saltið með Sojasósu. Kássan er látin malla þartil hún hefur fengið grautarlegan blæ og berist fram með t.d. hrísgrjónum. |