Kótelettur Kallsins.




Kóteletturnar barðar létt með buffhamri.
Egg og rjómi léttþeytt saman og raspið kryddað með pipar og salti.
Smjör brætt á pönnu.
Kótelettunum velt upp úr eggjablöndunni og síðan brauðmylsnunni.
Brúnaðar á báðum hliðum við góðan hita, síðan er hitinn lækkaður og kóteletturnar steiktar áfram við hægan hita í 8-10 mínútur.
Þá eru þær teknar af pönnunni og skellt á fat.

Borið fram með kartöflum, grænum baunum, soðnu grænmeti, rauðkáli.

Smjör brætt og borið fram með.