Svartfugl í vorinu. Takið svartfugs bringunar og skerið kjötið af beininum og ristið beinin á pönnu ásamt því grænmeti sem vænlegt þykir í soð. Skellið þessu í pott og vatn þannig að fljóti yfir og látið malla. Hitið pönnu með olíu. Steikið kjötið snöggt, það á að vera vel rautt að innan og saltið dálítið og kryddið með svörtum pipar. Takið svartfuglssteikurnar af pönnunni og skutlið á skvettu af rauðvíni eða sem betra er portvíni. Í krauminu leysir þetta steikarolíuna upp og þvínæst fer soðið útá ásamt rjóma og rifsberjasultu. Saltið að smekk. Meðlæti eftir eigin kenjum. |