Vöfflu framtak Guðna Más


Hér kemur mjög góð vöffluuppskrift.
 
3 bollar hveiti
3 msk sykur
3 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
2 tsk vanilludropar
1 msk kanill
100 gr brætt smjörl eða 100 ml matarolía
1/2 tsk natron
3 egg
og mjólk eftir smekk en degið á samt að vera svolítið þykkt
 þurrefnunum blandað saman svo er smjörið sett útí og mjólk og eggin slegin útí síðast eitt og eitt meðan hrært er.
 
Verði ykkur að góðu kveðja Edda Björk Magnúsdóttir Fremri-Hjarðardal Dýrafirði
--------------------------------------
Vöfflur ömmu Ninnu
 
6 dl. Hveiti
1 dl. Haframjöl (má ekki sleppa)
4 tsk. Lyftiduft
4 msk. Sykur
½ tsk salt
4 egg
4 dl. Súrmjólk
1 dl. Matarolía
1 tsk. Vanilludropar (svo út úr flóir)
 
Hræra öllum þurrefnunum saman
Setja egg, súrmjólk, olíu og dropa saman í könnu og hræra út í þurrefnin en ekki hræra of lengi þá verða vöfflurnar seigar
Baka vöfflurnar, láta þær kólna á grind.
 
Deigið má geyma allt að viku í kæliskáp en þá er betra að nota natron í stað lyftidufts.
------------------------------------------
5 dl súrmjólk
  5 dl hveiti
  2 stk egg
  1/2 tsk salt
  2 tsk ger
  1 tsk natron (matarsódi)
  6 msk. brætt smjörlíki (nota bara isió olíu eða það sem til er)
  vanilla eða möndludropar eftir smekk.


 öllu nema smjörlíkinu blandað saman í skál og hrært þar til það er kekkjalaust, þá er smjörlíkið
hrært út í. Deigið geymist ágætlega í lokuðu íláti í ísskáp í 2 til 3 daga.
---------------------------------------------

Sæll Guðni hér kemur ein alveg æðislega góð.... bestu vöfflur í heimi!!

3    dl  hveiti
2    dl  mjólk
1    dl  súrmjólk
1/2  dl  matarolía
2    msk sykur
2    tsk lyftiduft
2    stk egg
1/2  tsk vanilludropar

mæli með rjóma góðri sultu og toppa það mér súkkulaðisósu

verði ykkur að góðu
kv. Rúna og Malla

-----------------------------

Þessi er bæði góð og næstum því holl. því enginn sykur er settur í deigið.
 
afgangurinn af hafragrautum
hveiti
1-2 tsk lyftiduft
1-2 tsk matarsóti.
matskeið af matarolíu á hverja 2 dl. af þurrefnum
eitt egg á  hverja 2. dl af þurrefnum (hafragrauturinn ekki talinn með)
fAB mjólk til helminga við nýmjólk þar til deigið er orðið mátulega þykkt.  Ekki hræra of mikið.
 
Ef nota á sultu, rjoma eða sýróp, þá má bragðbæta með vanilludropum, ef ef nota á smjör og ost t.d. þá má setja örlítið af kardimommudropum í deigið.
 ---------------------------------------------------