þorri
úr minningasarpi Þorra: Söguannáll Hundslappadrífu


Hafðu skoðun
SVEITASVEITIN HUNDSLAPPADRÍFA


Á því herrans ári 1994 ákvað einn maður að tveir aðrir yrðu dúett, sem myndi leika og syngja lítt þekkt erlend lög við þýðingar hans.

Þessi maður hét Keli, en hinir tveir voru Jökull (J. Helgason tónlistarframleiðsla) og Þorri (Gítarleikarinn knái) en dúettinn hét Hundslappadrífa.

Fljótlega upplifðu þessir menn sama vandamál og írskir kolleikar þeirra í U2 í upphafi ferilsins, því þeir gátu alls ekki náð því að flytja skammlaust lög eftir aðra, og varð því fljótlega til dágóður bunki af frumsömdum lögum en upphaflega hugmyndin lögð til hliðar.

Í þessari mynd kom hundslappadrífa fram á þorrablóti í Staðarsveit, sem er heimasveit þessara manna.

Fljótlega uppgötuðust miklir hæfileikar Kela í sviðsframkomu sem
töldust þyngri á metum en nánast algjört hæfileikaleysi hans á sviði tónlistar.
Keli varð því fullgildur meðlimur og bandið varð tríó.

Um sumarið ´96 var sveitungi þeirra, Helgi (Helgi hugmynd) munstraður í hundslappadrífu, og af því tilefni var haldið í hljómleikaferð vestur í Bjarkarlund.

Um sumarið ´97 fór Jökull til Danmerkur í nám og hundslappadrífa fór í svolitla lægð.

En um haustið kom Inga (konurnar voru ekki uppnefndar) í bandið en hún varð fyrir valinu af því að þeir þekktu enga aðra, sem betur fer söng hún ágætlega.
Var þá brotið blað í sögu sveitarinnar, með því að fá inn meðlim sem ekki var úr Staðarsveit og þverbrotin sú meginregla að Hundslappadrífa væri algjörlega staðbundið dreifbýlis fyrirbæri .

Eyþór (Búfræðingurinn) sem fylgdi í kjölfarið var vanur trúbador og ákaflega liðtækur söngvari.

Ingu hefur sennilega leiðst því hún talaði mikið um vinkonu sína sem var rosalegur tónlistarmaður og einmitt það sem vantaði í sveitina, sú kom á eina æfingu með fullan poka af hlutum sem minntu meira á minjagripi en hljóðfæri, enda var illmögulegt að búa til tónlist með þeim.
En til að bæta úr því kom hún Brynja á eina æfinguna með splunkunýa harmonikku sem hún sagði að engin vandi væri að læra á og það stóð heima.

Þessi sextett lét svo hálfplata sig út í að gefa út hljómdisk, með eigin efni, fyrir jólin ´98 og eftir allt það basl í febrúar ´99 hætti bandið í þeirri mynd.

Um sumarið ´99 endurvöktu þeir þorri og Keli Hundslappadrífu með þeim Ingvari (Glæpamanni B) og Guðmundi (Toftinu) en það gekk lítið svo að þeir félagar voru fyrir rest sendir í launalaust leyfi.

Haust árið 2000 sameinast svo þeir fjórir upphaflegu aftur eftir að Jökull kemur sprenglærður frá danaveldi og gamla bjartsýnin ríkir á ný.
Spilað er nokkrum sinnum á ári hveru uns það er tekin ákvörðun um að gefa skyldi út disk í tilefni 10 ára afmælis Hundslappadrífu 2004.
tilbaka



mac