Þetta er eitthvað svo merkilega skrítinn fjandi þessi tónlistarflóra og eitt er víst að ég skil hana alls ekki, sumt er bara einhvernvegin flott og annað ekki og um það er engin sammála sem betur fer.

Dapurlega hliðin á bransanum finnst mér samt alltaf vera þegar virkilega skapandi tónlistarmenn daga einhvernvegin uppi í því sem kallað er að lifa á tónlist, spila eitthvað jukk sem þeim líkar ekki og í frammhaldi af því slokknar neistin sem gerði menn góða í upphafi.
Mér finnst ég hafa séð þetta leiðinlega oft og mér finnst bara vera tveir kostir í stöðunni annaðhvort að borga með tónlistinni sinni og vinna við eitthvað annað (eins og ég geri) eða starfa alfarið við tónlist, vera svangur og reikna ekki með því að hafa efni á að eiga bíl.


Fyrir þá sem ekki vita er rétt að taka fram að ég er ekki svona venjulegur poppari sem kann að spila á ótal hljóðfæri, sí og æ að koma fram einhversstðar, nei nei nei ég spila ekki á neitt og er með að talið er ekki snefil að tóneyra og fullkomnlega taktlaus.

Ég er semsagt "BARA" textahöfundur og hérna eru nokkur sýnishorn

Hvern fjandann get ég svo sagt um tónlist? Ég hef ekkert vit á tónlist, reyndar er ég plötuútgefandi og á og er í hljómsveit sem ber nafnið Hundslappadrífa en það er svona meira eitthvað sem maður verður að gera þegar maður býr uppí sveit og leiðist sjónvarpið.

Mergurinn málsins er nefnilega sá að það eru bara hálfvitar sem hafa vit á músík og segja manni hvaða músík virkar best fyrir fólk. Fari þeir allir til andskotans!

Senn mér verður grafin gröf,
gapir myrkrið djúpa.
Feigðin kom eins og falleg gjöf,
fegin mun ég krjúpa.

Farið hef um fjöll og höf,
fundið hatur manna.
Ótal spor á ystu nöf,
afrek heimskra sanna.

Í stríði mörgu stutt var töf
sterkir vilja ei hopa.
Bitur tárin bleyta löf
og blóðþyrstir fá sopa.

Núna er mér grafin gröf
gleymdur vil ég liggja.
Feigðin kom eins og falleg gjöf,
fegin mun ég þiggja.



Annars gaf Hundslappadrífa út disk árið ´98 sem heitir ERT´ÚR SVEIT en seldist heldur lítið að mér fannst og það er planið að setja hann hérna á mp3 í heild sinni svona einhverntíma.



Hafðu skoðun


mac